Skákmaðurinn Magnus Carlsen mun ekki freista þess að verja heimsmeistaratitil sinn á næsta ári. Hann staðfestir þetta í hlaðvarpsviðtali.

Á dögunum fór fram átta manna mót í Madríd á Spáni þar sem keppt var um réttinn til að skora á Carlsen í einvígi um heimsmeistaratitilinn. Hinn rússneski Ian Nepomniachtchi vann það.

Carlsen mun hins vegar ekki taka þátt. Því er líklegt að Nepomniachtchi mæti hinum kínverska Ding Liren í einvígi um heimsmeistaratitilinn. Sá lenti í öðru sæti átta manna mótsins sem rætt var um hér ofar.

Carlsen er afburða skákmaður. Margir vilja meina að hann sé einn sá fremsti í sögunni.