Ís­land hefur nú lokið sínum seinasta leik á HM í hand­bolta en ís­lensku strákarnir töpuðu á móti þeim sænsku með 25 mörkum á móti 32 sænskum. Eins og svo oft áður fylgdist þjóðin með og tjáði sig á sam­fé­lags­miðlinum Twitter, nú í síðasta skiptið á þessu móti.

„Takk strákar. Erum á meðal 12 bestu. Hins vegar ljóst að það er mikil vinna fram­undan. Erum ekki eins langt komnir eins og menn voru að vona. Það er staðan.Eina,“ skrifar í­þrótta­frétta­maðurinn knái Guð­jón Guð­munds­son.

„SOS looking for varnar­leikur,“ skrifar Ragn­heiður Júl nokkur og bætir við: „And sóknar­leikur.“ „Ef þessi leikur væri IKEA lína hétti hún RÜSTA,,,,,hahhha. #hand­bolti #emruv,“ skrifar notandi sem gengur undir nafninu Sultu­gerð Sig­rúnar.

„Fregnir af and­láti Svía­grýlunnar reyndust stór­lega ýktar,“ skrifar Hall­dór Hall­dórs­son. Fleiri tjá sig um leikinn og mótið sjálft í færslum sem má lesa hér neðar.