Valur hefur staðfest komu Frederik Schram til félagsins. Hann gerir samning til ársins 2024.

Schram kemur frá Lyngby. Þar var hann varamarkvörður undir stjórn Freys Alexanderssonar í dönsku B-deildinni á síðustu leiktíð. Liðið fór þá upp í úrvalsdeildina.

Schram er með tvöfalt ríkisfang, íslenskt og danskt. Hann fór með íslenska landsliðinu á Heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018.

Fyrir er hjá Val markvörðurinn Guy Smit.