Fred miðvörðurinn fríði í enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United, skorar að meðaltali 0.05 mörk í hverjum leik fyrir liðið.

Þessi sjaldséði atburður átti sér stað í leik liðsins í dag, þagar hinn 28 ára gamli Brasilíumaður skoraði eina mark leiks liðsins gegn Crystal Palace.

Jafnvígur á vinstri og hægri

Fred hefur skorað fjögur mörk fyrir Rauðu djöflana síðan hann kom til liðsins. Hann hefur sýnt misgóða takta með liðinu og stuðningsmenn þess hafa ekki alltaf legið á skoðunum sínum um hann.

Fred skrifaði undir fimm ára samning hjá liðinu 5. júní 2018, með möguleika á framlengingu í eitt ár. en hann var keyptur á 47 milljón pund, af úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk.

Eitt mark skoraði hann á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu, veturinn 2018/2019, ekkert mark tímabilið þar á eftir. Á síðasta tímabili skoraði Fred eitt mark og á þessu tímabili eru þau orðin tvo.

Fred er jafnvígur á báða fætur og hefur skorað jafnmörg mörk með hvorum fæti.

Félagar Freds fögnuðu með honum í dag en hann skoraði eina mark leiksins og tryggði ManUtd. þrjú stig.
Fréttablaðið/EPA

Skapað níu dauðafæri og tvisvar brennt af

Frá því hann kom til Manchester United hefur hann spilað 88 leiki, átt 89 skot, þar af 24 skot á rammann. Hann hefur á þrjú skot í stöng eða slá og tvisvar sinnum brennt af dauðafæri. Dauðafæri sem hann hefur skapað eru níu.

Stoðsendingar Freds öll tímabilin hans með liðinu eru tvær. Sendingarnar eru orðnar 4900, að meðaltali 55,68 í leik.

Tæklingar skráðar á Fred eru 200, brot eru talin 128 og gul spjöld alls 19. Fred hefur engin rauð spjöld fengið.

Manchester United er nú í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig.  Á toppnum eru grannarnir í Manchester City með 35 stig.

Einn leikur er eftir í 15. umferð deildarinnar, leikur Everton og Arsenal, sem fer fram annað kvöld. 

Einn af fyrstu leikjum Freds með Manchester United var í riðlakeppni International Champions Cup gegn Real Madrid. (Getty Images).