Brasilíski landsliðmaðurinn Fred mun gangast undir læknisskoðun hjá Manchester United síðar í dag og ganga til liðs við félagið ef sú skoðun gengur vel ef marka má heimildir Skysports. 

Fred sem hefur leikið með úkraínska liðinu Shaktar Donetsk frá því árið 2013 verður fyrstu kaup José Mourinho í sumar ef félagaskiptin ganga í gegn.

Þessi 25 ára gamli miðvallarleikmaður hefur verið undir smásjánni hjá Manchester City undanfarið, en nú virðast nágrannar þeirra, Manchester United, ætla að ganga í málið og tryggja sér þjónustu hans. 

Fred er á leið með Brasilíu til Rússlands á HM, en þessi 25 ára gamli framerji hefur leikið átta landsleiki án þess að finna netmöskva anstæðinganna í brasilíska búningnum.

Fred kom inná sem varamaður í vináttulandsleik Brasilíu gegn Króatíu sem fram fór á Anfield Road í Liverpool í gær. Hann hefur í kjölfarið vippað sér yfir til Manchester til þess að ganga frá lausum endum hvað félagaskipti hans til Manchester United varðar.