Knatt­spyrnu­stjórinn José Mourin­ho hefur getið sér gott orð sem slíkur og hefur nú sí­gildur frasi eftir honum verið inn­leiddur í ensku orða­bók Ox­ford. BBC greinir frá.

Mourin­ho er nú knatt­spyrnu­stjóri ítalska úr­vals­deildar­fé­lagsins Roma. Hann hefur unnið til fjölda­margra titla á sínum ferli.

Ox­ford hefur tekið upp á því að inn­leiða fimm­tán knatt­spyrnu­tengda frasa og skil­greiningar inn í ensku orða­bók sína fyrir Heims­meistara­mótið í Katar sem hefst í næsta mánuði. Má þar meðal annars finna frasa frá Sir Alex Fergu­son.

Frasinn sem er hafður eftir Mourin­ho er á ensku Park the Bus, sem myndi bein­þýðast yfir á ís­lenska tungu sem Að leggja rútunni. Er þetta skil­greint sem varnar­sinnað upp­legg liðs þar sem að meiri­hluti leik­manna verst ná­lægt eigin marki og sýnir því lítinn vilja að sækja að marki and­stæðingsins.

Þetta er frasi sem Mourin­ho notaði árið 2004 þegar hann var knatt­spyrnu­stjóri Chelsea eftir leik liðsins gegn Totten­ham. Lét hann hafa það eftir sér að Totten­ham hafi lagt rútunni í leiknum.

„Þeir komu með rútu með sér og lögðu henni fyrir framan markið," og var Mourin­ho þar að vísa í frasa sem kemur frá heima­landi hans, Portúgal: esta­cionar o auto­car­ro