Enski boltinn

Franski fyrirliðinn játar sök

Hugo Lloris, markvörður Tottenham Hotspur og franska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er ekki heimilt að keyra bifreið næstu misserin.

Hugo Lloris mætir fyrir rétt í morgun. Fréttablaðið/Getty

Hugo Lloris, markvörður Tottenham Hotspur og franska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur viðurkennt að hafa ekið undir áhrifum áfengis í lok ágúst. 

Lloris mældist með tvöfalt áfengismagn sem leyfilegt er í Bretlandi til þess að vera heimilt að aka bifreið og var stöðvaður af lögreglunni í ökuferð hans um stræti London aðfaranótt 25. ágúst. Eftir að hann var stöðvaður átti hann erfitt með gang og þurfti að kasta upp í kjölfarið.  

Réttað var í máli hans í morgun, en fram kemur í breskum fjölmiðlum að hann fer sjálfkrafa í ótímabundið atkstursbann. Tímalengd akstursbannsins og fjársekt hans verður svo ákvörðuð á næstunni.

Franski markvörðurinn þarf þar af leiðandi annað hvort að fá far í leik Tottenham Hotspur gegn Liverpool um næstu helgi eða hita upp fyrir leikinn með hjólatúr. 

Hann er fyrirliði franska liðsins sem varð heimsmeistari fyrr í sumar, en ekki er ljóst hvort hann verði sviptur því embætti í ljósi afglapa hans. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Fyrsti frá Bournemouth sem skorar fyrir England

Enski boltinn

VAR tekið upp á Englandi

Enski boltinn

Fellaini lét hárið fjúka

Auglýsing

Nýjast

Valur fór ansi illa með Hauka

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Felix tryggði íslenska liðinu jafntefli

Strembið verkefni hjá Selfossi

Helena: Höfum trú á sigri í þessum leik

Auglýsing