Enski boltinn

Franski fyrirliðinn játar sök

Hugo Lloris, markvörður Tottenham Hotspur og franska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er ekki heimilt að keyra bifreið næstu misserin.

Hugo Lloris mætir fyrir rétt í morgun. Fréttablaðið/Getty

Hugo Lloris, markvörður Tottenham Hotspur og franska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur viðurkennt að hafa ekið undir áhrifum áfengis í lok ágúst. 

Lloris mældist með tvöfalt áfengismagn sem leyfilegt er í Bretlandi til þess að vera heimilt að aka bifreið og var stöðvaður af lögreglunni í ökuferð hans um stræti London aðfaranótt 25. ágúst. Eftir að hann var stöðvaður átti hann erfitt með gang og þurfti að kasta upp í kjölfarið.  

Réttað var í máli hans í morgun, en fram kemur í breskum fjölmiðlum að hann fer sjálfkrafa í ótímabundið atkstursbann. Tímalengd akstursbannsins og fjársekt hans verður svo ákvörðuð á næstunni.

Franski markvörðurinn þarf þar af leiðandi annað hvort að fá far í leik Tottenham Hotspur gegn Liverpool um næstu helgi eða hita upp fyrir leikinn með hjólatúr. 

Hann er fyrirliði franska liðsins sem varð heimsmeistari fyrr í sumar, en ekki er ljóst hvort hann verði sviptur því embætti í ljósi afglapa hans. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Lampard sektaður eftir að hafa verið rekinn upp í stúku

Enski boltinn

Bráð­fjörugt jafn­tefli í Suður­strandarslagnum

Enski boltinn

Hazard blómstrar í frelsinu undir stjórn Sarri

Auglýsing

Nýjast

Arnór gæti þreytt frumraun sína

Ríkjandi meistarar mæta til leiks í kvöld

Tíu bestu erlendu leikmennirnir

KSÍ opnar ormagryfju með ákvörðun sinni

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Auglýsing