Fram­tíð Ole Gunnar Sol­skjær í stjóra­stóli Manchester United er enn ó­ráðin eftir neyðar­fund stjórnar­manna liðsins.

Ýmsir miðlar keppast við að greina frá því að stjórnin hafi enga á­kvörðun tekið um fram­tíð Norð­mannsins í starfi. Eins og sakir standa er Sol­skjær því enn þjálfari Manchester United, en það er aldrei að vita hvað gerist á næstu dögum.

Boðað var til neyðar­fundar stjórnar­manna Manchester United í dag eftir 4-1 skell á móti ný­liðum Wat­ford í ensku úr­vals­deildinni í dag. Þetta var fyrsti heima­sigur Wat­ford síðan í fyrstu um­ferð deildarinnar og hefur Manchester United nú að­eins unnið einn sigur í síðustu sjö leikjum í öllum keppnum.

Tölu­verður þrýstingur hefur verið frá stuðnings­mönnum Manchester United um allan heim að reka Sol­skjær úr starfi, en hingað til hafa stjórnar­menn liðsins haldið ró sinni og virðast ætlað að gefa honum tíma.

Nú er spurning hvort tíminn sé senn á þrotum og Sol­skjær þurfi brátt að fara leita sér að annarri vinnu.