Ísland og Noregur mættust í dag í leik um 5. sætið á Evrópumótinu sem og beint sæti á HM á næsta ári. Leiknum lauk með eins marks sigri Noregs eftir framlengdan leik. Hetjuleg frammistaða íslenska landsliðsins, Strákanna okkar, dugði því miður ekki til og endar liðið því í 6. sæti Evrópumótsins

Guðmundur fór í viðtal við Einar Örn Jónsson á RÚV beint eftir leik þar sem hann var spurður út í framtíð sína. Samningur Guðmundar rennur út í sumar.

„Ég hef ekkert með það að gera, boltinn liggur hjá HSÍ og ekki hjá mér," sagði Guðmundur á RÚV beint eftir leik.

Guðmundur kveðst ekkert hafa rætt við forráðamenn HSÍ. „Ég hef ekki hitt eða talað við þá, ég veit ekkert hvað þeir vilja. Ég get ekkert sagt um það á meðan þetta er óljóst.“