Jamie Jack­­son, blaða­­maður The Guar­dian og Ob­­server um mál­efni Manchester United veltir eftir­­farandi spurningu upp í greiningu sinni sem birtist á vef fyrr­­greinda fjöl­miðilsins: „Eftir að á­kærur voru felldar niður á hendur kannski hæfi­­leika­­ríkasta unga leik­­manns fé­lagsins, mun fé­lagið taka hann inn aftur?“

Í gær var greint frá því að á­kærur á hendur Mason Greenwood, leik­­manns Manchester United um til­­raun til nauðgunar, líkams­­á­rásar og stjórnandi hegðunar hefðu verið felldar niður. Greenwood var hand­­tekinn fyrir um ári síðan þegar að þá­verandi kærasta hans, Harriet Rob­­son, steig fram og birti myndir og hljóð­brot af sam­­skiptum sínum við leik­manninn.

Á myndunum sem hún birti mátti sjá hana al­blóðuga og marða og í texta sem fylgdi myndunum skrifaði hún að það væri svona sem Greenwood kæmi fram við hana.

Ekkert gefið varðandi fram­tíðina

Fyrir­­­taka í máli hins 21 árs gamla Greenwood átti að fara fram í nóvember síðar á þessu ári en í gær til­­kynntu lög­­reglu­yfir­­völd í um­­­dæmi Manchester að á­kærurnar á hendur honum hefðu verið felldar niður. Manchester United ætlar að hefja sína eigin rann­­sókn á mála­­vöxtum í í kjöl­far hennar taka á­­kvörðun um næstu skref. Greenwood mun hvorki æfa né spila með fé­laginu þangað til.

„Greenwood, sem gæti talist sem hæfi­­leika­­ríkasti ungi knatt­­spyrnu­­maðurinn hjá Manchester United, hefur verið fjarri aðal­­liði fé­lagsins í rúmt ár núna og leik­manna­hópur fé­lagsins gæti haft mis­munandi skoðanir á mögu­­legri endur­­komu hans,“ skrifar blaða­­maðurinn Jamies Jack­­son í greiningu á vef The Guar­dian.

Greenwood sé, sam­­kvæmt lögum, sak­­laus maður „en yfir­­­lýsing United varðandi fram­­tíð hans sýnir að það er ekkert gefið að hann verði boðin vel­kominn aftur, þrátt fyrir að vera með samning til ársins 2025.“
Spurning af öðrum toga

Það sé sið­­ferðis­­leg hlið á þessu máli sem fé­lagið, leik­­menn og Erik ten Hag, knatt­­spyrnu­­stjóri Manchestert United þurfa að glíma við.

„Og dóm­­stóll al­­mennings­á­litsins, sem hvorki Manchester United né Greenwood geta haft á­hrif á. Þá mun stór hópur stuðnings­manna Manchester United ,sem lásu um málið, heyrðu upp­­tökurnar og sáu mynd­böndin sem voru hluti af sönnunar­­gögnum gegn honum, hafa sína skoðun.“

Spurning af öðrum toga

Erik ten Hag tók við Manchester United fyrir yfir­­standandi tíma­bil og hefur átt frekar krefjandi byrjun í starfi þrátt fyrir að úr­­slitin innan vallar hafi verið mjög góð. Mál­efni Cristiano Ron­aldo höfðu verið í brenni­­depli, Ten Hag sá hann ekki sem byrjunar­liðs­mann og á endanum var samningi leik­­mannsins rift eftir mikinn hvell og um­­­deilt við­­tal sem vakti gríðar­­lega at­hygli. Þá tók Ten Hag á­­kvörðun um að bekkja fyrir­­liða liðsins Harry Maguire.

„Spurningin um fram­­tíð Greenwood er hins vegar af annars konar tagi og ekki víst að á­­kvörðunin um hana liggi bara hjá Ten Hag þar sem fé­lagið verður að fara vel yfir sín gildi, hvernig mögu­­leg inn­­taka hans gæti haft á­hrif á í­­mynd og stöðu fé­lagsins.“

Sama hvaða á­­kvörðun Manchester United mun taka, mun sú á­­kvörðun hafa mikil á­hrif.

Í yfir­­­­­­­lýsingu frá Greenwood sem birt var í gær og hefur verið í fjöl­­­­miðlum á Bret­lands­eyjum segist Greenwood vera létt yfir niður­­­­­­­stöðunni.

,,Mér er létt yfir því að þessu skuli nú loks vera lokið og vil þakka fjöl­­­­skyldu minni, ást­vinum og vinum fyrir þeirra stuðning. Ég mun ekki tjá mig frekar að svo stöddu,“ sagði í fremur stutt­orðri yfir­­­­­­­lýsingu frá leik­manninum.