Fram­kvæmda­nefnd um upp­byggingu þjóðar­hallar í innan­húss­í­þróttum hóf störf í dag, þetta kemur fram í til­kynningu á vef Stjórnar­ráðsins. Hlut­verk fram­kvæmda­nefndar er að leiða vinnu vegna hönnunar, út­boðs og hvernig staðið verður að fjár­mögnun þjóðar­hallar og undir­búa á­kvörðun um út­færslu og rekstrar­form.

Nefndinni er falið að út­búa tíma­setta fram­kvæmda­á­ætlun um upp­byggingu hallarinnar. Stefnt er að því að fram­kvæmdum verði lokið árið 2025.

Ás­mundur Einar Daða­son, mennta og barna­mála­ráð­herra segir að með stofnun fram­kvæmda­nefndar „færumst við skrefi nær því að hefja fram­kvæmdir á nýrri þjóðar­höll. Ég tel að við séum með öflugan hóp fag­fólks sem eigi eftir að skila góðu verki.“

Dagur B. Eggerts­son, borgar­stjóri Reykja­víkur­borgar segir það mjög mikil­vægt að koma undir­búningi Þjóðar­hallar af stað. „Henni er ekki bara ætlað að stór­bæta um­gjörð lands­liða og leikja og vera fjöl­nota hús fyrir þjóðina. Megin­til­gangurinn með að­komu borgarinnar að verk­efninu er að auka og stór­bæta að­stöðu til æfinga og keppni fyrir börn og ung­linga í Laugar­dal. Þróttur og Ár­mann og skólarnir í hverfinu verða eftir þetta með fyrsta flokks að­stöðu.“

Málið fór á skrið þegar að Ríki og Reykja­víkur­borg skrifuðu undir sam­eigin­lega vilja­yfir­lýsingu um upp­byggingu þjóðar­hallar í maí síðast­liðnum.
Fram­kvæmdar­nefndin mun skila reglu­legum upp­lýsingum um fram­gang verk­efnisins til starfs­hóps um upp­byggingu þjóðar­leik­vanga í í­þróttum. Hún starfar í sam­ráði við ráð­gjafa­ráð skipað hags­muna­aðilum og öðrum not­endum hallarinnar til að hún upp­fylli þarfir sem flestra.

Framkvæmdanefnd um þjóðarhöll í innanhússíþróttum skipa:

  • Gunnar Einarsson formaður
  • Jón Viðar Guðjónsson fulltrúi ríkisins
  • Þórey Edda Elísdóttir fulltrúi ríkisins
  • Ólöf Örvarsdóttir fulltrúi Reykjavíkurborgar
  • Ómar Einarsson fulltrúi Reykjavíkurborgar