Það skýrðist í morgun hvaða lið mætast í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla sem og í undanúrslit keppninnar.

Vegna kórónaveirufaraldursins hefur evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, ákveðið að leikinn verði einn leikur i átta liða úrsltunum og undanúrslitunum í stað tveggja leikja viðureigna eins og vaninn er.

Atalanta, Atlético Madrid, Paris St-Germain og RB Leipzig hafa nú þegar tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum.

Seinni leikir 16-liða úrslitanna eru síðan eftir í fjórum viðureignum: Staðan í rimmu Manchester City gegn Real Madrid er 2-1 fyrir City. Bayern München er í góðri stöðu í einvígi sínu við Chelsea eftir að hafa hafa haft betur í fyrri leiknum með þremur mörkum gegn engu. Barcelona og Napoli skildu jöfn 1-1 i fyrr leik sínum og Juventus lagði Lyon að velli með einu mark gegn einu.

Leikirnir í átta liða úrslitum verða eftirfarandi:

RB Leipzig - Atlético Madrid

Atalanta - PSG

Real Madrid/Manchester City - Lyon/Juventus

Napoli/Barcelona - Chelsea/Bayern München

Leikirnir í undanúrslitum verða svo þessir:

RB Leipzig/Atlético Madrid - Atalanta/PSG

Real Madrid/Manchester City/Lyon/Juventurs - Napoli/Barcelona/Chelsea/Bayern München

Leikirnir í átta liða úrslitum, undanúrslitum og úrslitaleikurinn fara fram í Lissabon í Portúgal dagana 12-23. ágúst.