Handbolti

Fram bikarmeistari kvenna eftir stórsigur

Frábær varnarleikur og markvarsla skiluðu Fram öruggum sigri á Haukum í úrslitum Coca Cola bikarsins í handbolta í kvennaflokki í dag en Framarar náðu snemma frumkvæðinu og hleyptu Haukum aldrei inn í leikinn.

Fram hefur orðið bikarmeistari oftast allra liða í kvennaflokki, eða 15 sinnum. Fréttablaðið/Eyþór

Fram er bikarmeistari í handbolta í kvennaflokki eftir 30-16 sigur gegn Haukum í Laugardalshöll í kvöld en þetta er fyrsti bikarmeistaratitill Fram frá 2011 og sá fimmtándi í sögu félagsins.

Framarar náðu snemma fimm marka forskoti og leiddi með átta mörkum í hálfleik, 14-6 og var sigurinn í raun í höfn þar. Framarar stigu ekkert af bensíngjöfinni heldur gáfu í á upphafsmínútum seinni hálfleiks.

Munurinn fór fljótlega upp í tíu mörk en Fram gaf aldrei eftir og náði fjórtán marka forskoti rétt fyrir lok leiksins og var það munurinn að leikslokum.

Berta Rut Harðardóttir var sú eina sem var með lífsmarki í sóknarleik Hauka með níu mörk en hjá Fram var Þórey Rósa Stefánsdóttir atkvæðamest með sjö mörk á meðan Karen Knútsdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir voru með fimm mörk hvor.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Newcastle að bæta við leikmönnum

Handbolti

Segja að Albert sé að íhuga framtíð sína hjá Fylki

Handbolti

De Jong að semja við Barcelona

Auglýsing

Nýjast

Lacazette missir af leikjunum gegn Rennes

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum um helgina

Laporte gerir langtíma samning

Ólympíunefndin hafnaði skvassi í fjórða sinn

Elías Rafn etur kappi við Man.Utd

Pep hafði ekki áhuga á að þjálfa Chelsea

Auglýsing