Á fundi Íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals þann 16. maí síðastliðinn voru lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í verkefninu Borgin okkar 2022 þar sem samþykktar voru styrkumsóknir upp á rúmar 2,2 milljónir króna. Þar á meðal eru nokkrar umsóknir frá mismunandi deildum íþróttafélagsins Fram sem hljóðuðu upp á rúma 1,2 milljón króna.

Til að mynda var samþykkt að veita handknattleiksdeildar Fram styrk að upphæð kr. 250.000,- vegna verkefnisins Frítt á fyrsta heimaleik handknattleiksdeildar FRAM upp í Úlfarsárdal fyrir veitingum og tónlistaratriðum.

Þá fékk barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Fram styrk að upphæð kr. 450.000,- vegna verkefnisins Útilífsskóli og sumarskemmtun.

Knattspyrnudeild Fram fékk styrk að upphæð kr. 500.000,- vegna verkefnisins Fyrsti heimaleikur Fram í Úlfarsárdal og þá var einnig samþykkt að veita Knattspyrnufélaginu Fram styrk að upphæð kr. 90.000,- vegna verkefnisins Gróðursetning við Framvöll í Úlfarsárdal.