Handknattleiksdeild Fram hefur samþykkt félagaskipti landsliðskonunnar Hafdísar Renötudóttur til sænska félagsins Lugi HF.

Hafdís , sem er 23 ára, er uppalin í Fram en hún kom heim eftir nokkur ár í atvinnumennsku haustið 2019 og lék með Fram á síðasta tímabili.

Hún varð bæði bikarmeistari og deildarmeistari með Framliðinu en Hafdís var með hæstu hlutfallsmarkvörslu allra markvarða Olís-deildar kvenna á síðusti leiktíða samkvæmt HB statz.

Þá hefur þessi öflugi markvörðiut einnig leikið stórt hlutverk í íslenska landsliðinu á síðustu árum.