Handbolti

Fram fer vel af stað

Fram hefur haft betur í fyrstu tveimur leikjum liðsins í Olísdeild kvenna í handbolta, en liðið lagði Val að velli, 25-23, í annarri umferð deildarinnar í Framhúsinu kvöld.

Erla Rós Sigmarsdóttir varði vel í mark Fram í sigri liðsins gegn Val í kvöld. Fréttablaðið/Eyþór

Fram bar sigurorð af Val, 25-23, þegar liðin mættust í annarri umferð Olísdeildar kvenna í handbolta í Framhúsinu í Safamýri í kvöld. Þessi lið mættust í úrslitum Íslandsmótsins og er báðum spáð góðu gengi í vetur. 

Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleiknum, en heimakonur voru þó skrefinu á undan. Erla Rós Sigmarsdóttir, markvörður Fram, varði vel i hálfleiknum og vörn Fram var sterk. 

Írisi Björk Símardóttur óx ásmegin eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og Morgan Marie Þorkelsdóttir kom sterk inn í sóknarleikinn hjá Val sem var hins vegar nokkuð stirður allan fyrri hálfleikinn. 

Fram bætti við forystu sína undir lok fyrri hálfleiksins, en Ragnheiður Júlíusdóttir kom liðinu þremur mörkum yfir í þann mund sem leiktíminn rann út og staðan 12-9 fyrir heimakonur í hálfleik. 

Framarar héldu Valsliðinu þremur til fjórum mörkum frá sér fram að miðbiki seinni hálfleiks þegar Alina Molkova skoraði tvö mörk í röð fyrir val og minnkaði muninn í eitt mark.

Fram var aftur á móti sterkari aðilinn á lokakafla leiksins og fór að lokum með tveggja marka sigur af hólmi. Þar fóru saman góð frammistaða hjá leikmönnum Fram og fjölmargir tæknifeilar hjá Valskonum.

Hildur Þorgeirsdóttir, Karen Knútsdóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir voru markahæstar í liði Fram með fimm mörk hver. Lovísa Thompson var atkvæðamest í liði Vals með fimm mörk og Díana Dögg Magnúsdóttir kom næst með fjögur mörk. 

Fram trónir á toppi deildarinnar með fjögur stig, en Valur, Haukar, KA/Þór, HK og ÍBV koma þar á eftir með tvö stig.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Mæta Spáni í HM-umspili

Handbolti

Frakkar stungu af í seinni hálfleik

Handbolti

Rússar færast nær langþráðu EM-gulli

Auglýsing

Nýjast

Fjórði sigur Hamranna í röð

Fékk nýjan samning í jólagjöf

Rodriguez með þrefalda tvennu

Eriksen kom Spurs til bjargar

City á toppinn eftir sigur á Gylfa og félögum

Anton sló fjórða Íslandsmetið

Auglýsing