Handbolti

Fram upp að hlið ÍBV - Þór/KA nálgast Hauka

Fram lagði Hauka að velli 31-30 í Schenker-höllinni að Ásvöllum og Þór/KA bar öruggan 33-21 sigur úr býtum gegn Selfossi í leikjum liðanna í 11. umferð Olísdeildar kvenna í handbolta í kvöld.

Steinunn Björnsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Fram og var einnig öflug í vörn liðsins þegar liðið vann Hauka í kvöld. Fréttablaðið/Eyþór

Fram hafði betur 31-30 þegar liðið mætti Haukum í jöfnum og afar spennandi leik í 11. umferð Olísdeildar kvenna í handbolta í kvöld. 

Jafnt var á öllum tölum og liðinu skiptust á að hafa forystuna framan af leiknum. Fram var hins vegar sterkari aðilinn á ögurstundu og fór með sigur af hólmi. 

Þórey Rósa Stefánsdóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir voru í sérflokki hvað markaskorun varðar hjá Fram, en Þórey Rósa var markahæst með tíu mörk og Ragnheiður fylgdi fast á hæla hennar með níu. 

Berta Rut Harðardóttir skoraði hins vegar mest fyrir Hauka eða átta mörk talsins og Karen Helga Díönudóttir kom næst með sjö. 

Fram er í öðru til þriðja sæti deildarinnar eftir þennan sigur með 15 stig líkt og ÍBV, en liðin eru tveimur stigum á eftir Val sem trónir á toppi deildarinnar. 

Þór/KA blandar sér í baráttuna um sæti í úrslitakeppni

Þór/KA vann svo öruggan sigur þegar liðið fékk Selfoss í heimsókn norður yfir heiðar. Lokatölur í leiknum urðu 33-21 Þór/KA í vil. Olgica Andrijasevic átti frábæran leik í marki Þórs/KA, en hún varði rúmlega 20 skot í leiknum þar af fjögur af þeim fimm vítum sem komu á hana.

Hulda Bryndís Tryggvadóttir var markahæst hjá Þór/KA með átta mörk og Martha Hermannsdóttir skoraði næst mest eða sex mörk. Perla Ruth Albertsdóttir dró vagninn í sóknarleik Selfoss með sex mörk, en Hulda Dís Þrastardóttir kom þar á eftir með fimm. 

KA/Þór er eftir þennan sigur með tíu stig í fimmta sæti deildarinnar, en liðið er tveimur stigum á eftir Haukum sem sitja í fjórða sæti. Fjögur efstu liðin fara í úrslitakeppni deildarinnar í vor. 

Selfoss er hins vegar í slæmum málum en liðið vermir botnsætið með fjögur stig og er tveimur stigum á eftir Stjörnunni sem er sæti ofar og þremur á eftir HK sem er þar fyrir ofan. 

HK og Stjarnan mætast í lokaleik 11. umferðarinnar í Digranesi á fimmtudaginn kemur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Góð frammistaða en svekkjandi úrslit

Handbolti

Sjáum í þessum leikjum hvar liðið stendur

Handbolti

Mæta Argentínu en ekki Angóla á æfingarmótinu

Auglýsing

Nýjast

Leystu verkefnið fagmannlega í Andorra

Ísland hóf undankeppnina með sigri

Aron og Alfreð byrja báðir

Börsungar tilbúnir að selja Coutinho

Ágætis byrjun hjá Arnari og Eiði

Andorra sýnd veiði en ekki gefin

Auglýsing