Fram tryggði sér í kvöld sæti í efstu deild karla í fót­bolta á nýjan leik eftir sigur á Sel­fossi. Fram lék síðast í efstu deild árið 2014 og eru þetta því mikil gleði­tíðindi fyrir fé­lagið.

Fram hefur enn ekki tapað leik í deildinni og er í lang­efsta sæti deildarinnar með 47 stig. Liðið hefur unnið 15 af 17 leikjum sínum og gert tvö jafn­tefli.

Leikurinn í kvöld endaði með 2-1 sigri Fram en á sama tíma töpuðu Kór­drengir gegn Gróttu, 2-1, á Sel­tjarnar­nesi. Þar með varð ljóst að Fram getur ekki endað neðar en í 2. sæti deildarinnar.

Kór­drengir eiga enn von um að komast í efstu deild en þeir eru í þriðja sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir ÍBV þegar bæði lið eiga sex leiki eftir. ÍBV er í 2. sætinu með 35 stig og virðist flest benda til þess að liðið leiki í efstu deild að ári.