Fram fór með 28-18 sigur af hólmi þegar liðið sótti Stjörnuna heim í 16 liða úrslitum Coca Cola bikarsins í handbolta kvenna í Mýrina í kvöld.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í þeim seinni hertu leikmenn Fram tökin í varnarleiknum og þar fyrir aftan varði Hafdís Renötudóttir vel.

Hildur Þorgeirsdóttir og Steinunn Björnsdóttir voru markahæstar hjá Fram með sex mörk hvor. Þórey Anna Ásgeirsdóttir og Stefanía Theódórsdóttir voru atvkvæðamestar sömuleiðis með sex mörk hvor.

Auk Fram eru HK, KA/Þór, ÍR og Fjölnir komust áfram í átta liða úrslitin með sigrum í leikjum sínum í kvöld.

Valur sem er ríkjandi bikarmeistari sat hjá í 16 liða úrslitunum og er kominn í átta liða úrslitin sem halda áfram með leik Víkings og FH annað kvöld og klárast svo með viðureign Hauka og ÍBV eftir sem fram fer eftir slétta viku.