Fram varð í kvöld fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna í handbolta.  

Safamýrarkonur gerðu með afar sannfærandi 34-22 sigri gegn Selfossi í leik liðanna í Hleðsluhöllinni á Selfossi. 

Framarar hófu leikinn af ógnarkrafti og komust í 9-0 en þannig var staðan eftir rúmlega tíu mínútna leik. Yfirburðir Framliðsins héldu áfram út fyrri hálfleikinn og staðan var 17-5 Fram í vil í hálfleik. 

Leikurinn jafnaðist í seinni hálfleik og Selfyssingar bitu betur frá sér. Selfoss hélt í horfinu og niðurstaðan var 12 marka sigur Fram sem er komið með farseðil í úrslitahelgina í Laugardalshöllinni sem fram fer dagana 7. - 9. mars næstkomandi. 

Steinunn Björnsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir voru markahæstar hjá Fram en þær skoruðu tvö mörk hvor fyrir gestina. Allir útileikmenn Fram fyrir utan Elvu Þóru Arnardóttur komust á blað hjá liðinu í þessum leik.

Perla Ruth Albertsdóttir, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir og Katla María Magnúsdóttir voru atkvæðamestar hjá Selfossi með fjögur mörk hver. 

Haukar og Stjarnan mætast í öðrum leik átta liða úrslitanna á morgun, FH og Valur á miðvikudaginn og átta liða úrslitunum lýkur með leik ÍBV og KA/Þór á laugardaginn kemur.