Fyrsti leikur milliriðils Íslands fór fram í Köln í dag þegar Frakkland vann öruggan sigur á Spánverjum eftir að hafa leitt frá upphafsmínútum leiksins.

Spænska liðið varð fyrir áfalli í aðdraganda leiksins þegar auglýsingarskilti datt ofan á leikmenn liðsins á æfingu.

Það virtist eitthvað sitja í Evrópumeisturunum í spænska liðinu því þeir voru að eltast við forskot Frakka frá fyrstu mínútu.

Franska liðið náði þegar mest var fimm marka forskoti en Spánverjar neituðu að gefast upp og héldu sér inn í leiknum allt til loka.

Með sigrinum skaust Frakkland upp í efsta sæti riðilsins en Ísland getur náð Spánverjum að stigum með sigri á Þýskalandi í kvöld.