Handbolti

Frakkar unnu sannfærandi sigur á Spáni

Fyrsti leikur milliriðils Íslands fór fram í Köln í dag þegar Frakkland vann öruggan sigur á Spánverjum eftir að hafa leitt frá upphafsmínútum leiksins.

Ludovic Fabregas fagnar marki í dag. Fréttablaðið/Epa

Fyrsti leikur milliriðils Íslands fór fram í Köln í dag þegar Frakkland vann öruggan sigur á Spánverjum eftir að hafa leitt frá upphafsmínútum leiksins.

Spænska liðið varð fyrir áfalli í aðdraganda leiksins þegar auglýsingarskilti datt ofan á leikmenn liðsins á æfingu.

Það virtist eitthvað sitja í Evrópumeisturunum í spænska liðinu því þeir voru að eltast við forskot Frakka frá fyrstu mínútu.

Franska liðið náði þegar mest var fimm marka forskoti en Spánverjar neituðu að gefast upp og héldu sér inn í leiknum allt til loka.

Með sigrinum skaust Frakkland upp í efsta sæti riðilsins en Ísland getur náð Spánverjum að stigum með sigri á Þýskalandi í kvöld.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Handbolti

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Handbolti

Halldór hættir með FH eftir tímabilið

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Úrslit úr Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Auglýsing