Handbolti

Frakkar reyndust númeri of stórir fyrir Ísland

Ungt lið Íslands í handbolta náði að standa í ríkjandi heimsmeisturum Frakklands en að lokum var franska liðið of sterkt og vann níu marka sigur 31-22 í Köln.

Teitur mætir Nikola Karabatic af hörku í kvöld Fréttablaðið/EPA

Ungt lið Íslands í handbolta náði að standa í ríkjandi heimsmeisturum Frakklands en að lokum var franska liðið of sterkt og vann níu marka sigur 31-22 í Köln.

Var þetta annar leikur íslenska liðsins á einum sólarhring eftir tap gegn Þýskalandi í gær en nú fær liðið þriggja daga hvíld fyrir lokaleik milliriðilsins gegn Brasilíu.

Íslenska liðið varð fyrir áfalli í gær þegar Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson meiddust í leiknum gegn Þýskalandi og komu Óðinn Þór Ríkharðsson og Haukur Þrastarson inn í liðið í þeirra stað.

Það virtist vera einhver hrollur í íslenska liðinu á fyrstu mínútum leiksins því þeir komust lítt áleiðis gegn sterkri vörn Frakklands.

Tók það Ísland tólf mínútur að komast á blað og voru Strákarnir okkar því strax farnir að eltast við forskot franska liðsins.

Þrátt fyrir það var íslenska liðið ekkert að gefa eftir. Haukur kom inná um miðbik fyrri hálfleiks og átti hlut í því þegar Ísland minnkaði muninn niður í fjögur mörk undir lok hálfleiksins.

Bjarki Már skoraði tvö í dag. Fréttablaðið/EPA

Góður kafli íslenska liðsins hélt áfram því í upphafi seinni hálfleiks tókst Íslandi að minnka muninn í tvö mörk þegar Sigvaldi skoraði fjórtánda mark Íslands á fimmtu mínútu seinni hálfleiks.

Þá setti franska liðið aftur í  gír á báðum endum vallarins og setti næstu sex mörk sem gerðu endanlega út um leikinn.

Eftir það var franska liðið alltaf með gott forskot og var greinilegt að þeir ætluðu sér ekki að sýna Íslandi neina vanvirðingu með því að vanmeta ungt lið Íslands.

Franska liðið dreifði álaginu en tefldi fram sterku liði allt þar til lokaflautið gall og níu marka sigur Frakklands var staðreynd.

Nú fær íslenska liðið tíma til að safna kröftum fyrir leikinn gegn Brasilíu sem vann óvæntan sigur á Króatíu fyrr í dag.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Handbolti

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Handbolti

Halldór hættir með FH eftir tímabilið

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Úrslit úr Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Auglýsing