Handbolti

Frakkar minntu hressilega á sig

Franska kvennalandsliðið hefur ekki gefið upp öndina á Evrópumótinu í handbolta sem fer fram þar í landi en þær unnu sex marka sigur á Dönum í gær og deila efsta sæti í milliriðlinum.

Kalidiatou Niakate kemur inn af línunni gegn Danmörku í gær. Fréttablaðið/Getty

Frakkland vann öruggan 29-23 sigur þegar liðið mætti Danmörku í fyrsta leiknum í milliriðli 1 í Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi þessa dagana.

 Franska liðið komst þar af leiðandi upp að hlið Rússlands, en liðin hafa hvort um sig fjögur stig á toppi riðilsins.

Svartfjallaland blandaði sér svo í baráttuna um sæti í undanúrslitum mótsins með 30-28 sigri á móti Svíþjóð. Eftir þennan sigur svartfellska liðsins eru Svartfjallaland, Svíþjóð, Serbía og Danmörk hvert um sig með tvö stig í milliriðli 1.

Noregur sem leikur undir stjórn Þóris Hergeirssonar og á titil að verja hefur leik í milliriðli 2 í dag. Þar mætir norska liðið, sem fór inn í milliriðilinn án stiga, Ungverjalandi sem hefur tvö stig fyrir leikinn.

Noregur þarf að vinna alla sína þrjá leiki og treysta auk þess á það að Rúmenía hafi betur í öllum sínum leikjum til þess að komast í undanúrslit.

 Spánn, sem er líkt og Noregur án stiga áður en milliriðillinn hefst, leikur svo við Þýskaland í hinum leik dagsins í milliriðli 2. Þýskaland er með tvö stig fyrir þennan leik.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Newcastle að bæta við leikmönnum

Handbolti

Segja að Albert sé að íhuga framtíð sína hjá Fylki

Handbolti

De Jong að semja við Barcelona

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Auglýsing