Frakkland vann 2-1 sigur á Noregi í lokaleik dagsins á HM kvenna og komst langleiðina áfram upp úr riðlinum með sigrinum.

Frakkar komust yfir í upphafi seinni hálfleiks en Wendie Renard jafnaði metin á ný með sjálfsmarki stuttu síðar.

Skömmu fyrir leikslok var vítaspyrna dæmd eftir notkun myndbandsdómgæslu og fór Eugénie Le Sommer á punktinn og skoraði sigurmarkið.

Fyrr í dag skoraði Sara Dabritz eina mark leiksins í 1-0 sigri Þýskalands á Spáni. Evrópumeistararnir eru því líkt og Frakkar með fullt hús stiga eftir tvo leiki.

Þá vann Nígería 2-0 sigur á Suður-Kóreu.