„Tilfinningin er frábær að vinna þetta, sérstaklega hérna í okkar húsi fyrir framan okkar fólk,“ sagði ungstirnið Haukur Þrastarson sáttur að leikslokum eftir að Selfoss varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í kvöld.

Selfoss setti tóninn snemma og var með gott tak á Haukunum allan leikinn.

„Við byrjuðum af krafti og komum okkur í góða stöðu með að spila frábæra vörn. Við náðum svo að halda haus í staðin fyrir að gleyma okkur eins og við höfum átt til en okkur tókst að halda áfram allan tímann,“ sagði Haukur og bætti við:

„Það voru allir að berjast fyrir hvorn annan frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu.“

Haukur átti erfitt með að lýsa tilfinningunni að vera Íslandsmeistari.

„Það er erfitt að lýsa þessu, þetta er magnað.“