Fótbolti

Frábær sigur hjá Val gegn Rosenborg

Valur fór með 1-0 sigur af hólmi þegar liðið mætti norska liðinu Rosenborg í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld.

Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals með boltann í leiknum gegn Rosenborg í kvöld. Fréttablaðið/Þórsteinn

Valur hefur eins marks forskot eftir fyrri leik liðsins gegn Rosenborg í fyrstu umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla sem leikinn var á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. 

Það sem er ekki síður mikilvægt er að Valur hélt marki sínu hreinu, en lokatölur í leiknum urðu 1-0 Val í hag. Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði sigurmark Vals þegar skammt var eftir af leiknum. 

Eiður Aron rak þá smiðshöggið á vel útfærða sókn Valsliðsins þegar hann skilaði góðri fyrirgjöf frá Tobias Thomsen frá hægri í netið með föstu og hnitmiðuðu skoti af stuttu færi. 

Liðin eigast við í seinni leik sínum á Lerkendal-vellinum í Þrándheimi eftir slétta viku. Fara þarf í gegnum fjórar umferðir til þess að komast í riðlakeppni Meistaradeidlarinnar. 

Tapliðið í þessari viðureign fer hins vegar yfir í forkeppni fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Fótbolti

Fékk fjögurra leikja bann fyrir hrákuna

Fótbolti

Ramos vill fá meistarahringa frekar en medalíur

Auglýsing

Nýjast

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Messi byrjaði á þrennu gegn PSV

Lampard sektaður eftir að hafa verið rekinn upp í stúku

Mourinho ósáttur að þurfa að leika á gervigrasi í Sviss

Albert valinn í úrvalslið vikunnar

Auglýsing