Ísland lagði Írland að velli með þremur mörkum gegn tveimur þegar liðin mættust í vináttulandsleik í fótbolta kvenna á Laugardalsvelli í kvöld.

Öll mörk íslenska liðsins komu í fyrri hálfleik en þar voru að verki Agla María Albertsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir.

Leikmenn Íslands léku afar vel í fyrri hálfleik en mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri fyrstu 45 mínútur leiksins.

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir skapaði til að mynda hvað eftir annað góð færi með kraftmiklum hlaupum sínum upp vænginn úr vinstri bakvarðarstöðunni.

Íslenska liðið náði ekki að halda uppteknum hætti í seinni hálfeik og gestirnir frá Írlandi minnkuðu muninn með mörkum Heather Payne og Amber Barrett.

Lengra komust Írar hins vegar ekki og sigur Íslands staðreynid. Liðin eigast við á nýjan leik á þriðjudaginn kemur á Laugardalsvellinum.

Leikirnir eru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir undankeppni HM 2023 sem hefst í haust.

Lið Íslands í leiknum var þannig skipað: Mark: Sandra Sigurðardóttir

Vörn: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir (Guðrún Arnardóttir '64), Elísa Viðarsdóttir

Miðja: Alexandra Jóhannsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir , Dagný Brynjarsdóttir (Karitas Tómasdóttir '85).

Sókn: Agla María Albertsdóttir (Svava Rós Guðmunsdóttir '80) , Elín Metta Jensen (Berglind Björg Þorvaldsdóttir '80), Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.