Fótbolti

Frá­bær frammi­staða í jafn­tefli gegn Frakk­landi

Ísland missti tveggja marka forskot niður í 2-2 jafntefli gegn ríkjandi heimsmeisturum Frakklands í æfingarleik í Guingamp í kvöld og missti Ísland því af tækifæri til að vinna Frakkland í fyrsta sinn.

Ragnar Sigurðsson var með Olivier Giroud í vasanum allan leikinn. Fréttablaðið/Getty

Ísland missti tveggja marka forskot niður í 2-2 jafntefli gegn ríkjandi heimsmeisturum Frakklands í æfingarleik í Guingamp í kvöld og missti Ísland því af tækifæri til að vinna Frakkland í fyrsta sinn.

Var mun betra að sjá spilamennsku íslenska landsliðsins í kvöld og átti Ísland sigurinn fyllilega skilið en þegar leikmenn á borð við Kylian Mbappé geta komið inn til að breyta leiknum er erfitt að standast áhlaup.

Birkir Bjarnason kom Íslandi yfir í fyrri hálfleik og bætti Kári Árnason við öðru marki í upphafi seinni hálfleiks eftir að hafa snúið aftur í byrjunarliðið. Skoraði hann með skalla, sláin inn í 80. landsleik sínum.

Didier Deschamps reyndi að bregðast við með því að senda Kylian Mbappé inn og reyndist hann gjörbreyta leiknum á lokamínútunum. Fyrirgjöf hans fór af Hannesi í Hólmar Örn Eyjólfsson í netið fimm mínútum fyrir leikslok og fengu Frakkar sjálfstraust við það.

Mbappe fór svo sjálfur á vítapunktinn og jafnaði metin eftir að vítaspyrna var dæmd á Kolbein Sigþórsson undir lok venjulegs leiktíma. Ótrúlegt svekkelsi þrátt fyrir að hafa náð jafntefli gegn ríkjandi heimsmeisturum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Lokapróf koma í veg fyrir að Agla María fari með til Suður-Kóreu

Fótbolti

Fimm breytingar á hópnum sem fer til Suður-Kóreu

Fótbolti

Stórleikur hjá Söru Björk gegn Lyon í dag

Auglýsing

Nýjast

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Heimir og Aron Einar sameinaðir á ný í Katar

Sjáum í þessum leikjum hvar liðið stendur

Danielle fór á kostum í sigri Stjörnunnar

Hilmar keppir á lokamóti heimsbikarsins

Rúnar Már á förum frá Sviss í sumar

Auglýsing