Í dag kom út ellefu mínútna heimildarmynd um Söru Björk Gunnarsdóttur, liðskonu knattspyrnuliðsins í Lyon og landsliðskonu í knattspyrnu. Myndin kallast „Do Both“ eða „Gerðu bæði“ og fylgir Söru Björk allt frá meðgöngu til fæðingu og svo þegar hún snýr aftur til vinnu fjórum mánuðum eftir fæðingu.
Í upphafi myndar, í júní í fyrra, segir Sara Björk frá því að í nóvember muni hún eignast barn og að hennar markmið sé að vera komin aftur á völlinn í júní, í tæka tíð fyrir Evrópumeistarakeppnina í júlí í Englandi.
„Ég sá alltaf fyrir mér að eignast barn eftir að ferli mínum lýkur. Ég veit að ég er á hápunkti ferils míns núna en ég er mjög glöð og þakklát að þetta er að gerast núna,“ segir Sara Björk í myndinni.
Hún segir að hún hafi ekki vitað almennilega hvernig ætti að þjálfa á meðgöngu og að hafi komist að því að fáir vissu það.
„Ég held að það sé kannski ætlast til þess að margar konur hvíli bara alla meðgönguna,“ segir hún og en að hún hafi ekki séð það fyrir sér.
Rætt er við þjálfarann hennar sem hefur þjálfað konur á meðgöngu og eftir að þær hafa fætt og eru að snúa aftur. Rætt er við bæði Söru Björk en einnig við fjölskyldu hennar og við Margréti Láru Viðarsdóttur sem einnig var í landsliðinu.
Myndina er hægt að horfa á hér að neðan í fullri lengd.