Ana Lúcia Dida, markvörður kvennaliðs Gróttu í knattspyrnu, hefur gengið til liðs við portúgalska félagið Benfica. Dida hefur varið mark Gróttu í 2. deildinni í sumar

Grótta er í harðri baráttu um að tryggja sér sæti í 1. deildinni á næsta keppnistímabili en liðið situr í þriðja sæti 2. deildarinnar með 17 stig eftir 10 leiki og er einu stigi á eftir Sindra sem er í öðru sæti og stigi á undan Fjarðarbyggð/Hetti/Leikni sem er í því þriðja.

Gróttukonur leika við Hamrana og Álftanes í síðustu tveimur umferðum deildarinnar en liðið verður á Dida í þeim leikjum sem er mikil blóðtaka.

Fyrr í sumar gekk kanadískættaði framherjinn Cloé Lacasse sem er komin með íslenskan ríkisborgarétt til liðs við Benfica frá ÍBV þannig að forráðamenn portúgalska liðsins eru með augun á íslenskri grundu þegar kemur að því að styrkja lið sitt.

„Benfica hafði samband við Didu um miðjan júlí og við ákváðum strax að standa ekki í vegi fyrir því að hún færi til Portúgal. Dida er frábær markvörður og í raun finnst mér ótrúlegt að hún hafi aldrei fengið tækifæri til að spila í Pepsi-deildinni.

Við vorum lánssöm að hafa Didu með okkur stærstan hluta tímabilsins og Grótta samgleðst innilega með henni á þessum tímamótum," sagði Magnús Örn Helgason, þjálfari Gróttu, á Facebook síðu félagsins.

,„Mér fannst ég vera hluti af fjölskyldu hjá Gróttu og er þakklát fyrir tímann sem ég átti hjá félaginu. Það var erfitt að kveðja liðsfélagana á sunnudaginn en ég mun aldrei gleyma ykkur. Takk fyrir allt Maggi, Pétur og Þór og ég veit að framtíðin er björt hjá Gróttu," sagði Dida um veru sína á Seltjarnarnesinu og vistaskiptin.

Hin efnilegi markvörður Tinna Brá Magnúsdóttir sem er 15 ára gömul og er í íslenska U-15 ára landsliðinu í verkefni liðsins í Víetnam í næstu viku mun fá það verkefni að verja mark Gróttu í leikjunum mikilvægu gegn Sindra og Álftanesi.

Ana Lúcia Dida er hér nýbúinn að skrifa undir samning sinn við Benfica.
Mynd/Benfica