Knattspyrnumaðurinn Hallgrímur Jónasson sem leikur með KA er fót­brot­inn, með slitið kross­band og skaddað liðband í hné. Þetta kemur fram í samtali hans við Víði Sigurðsson sem birtist inni á mbl.is í dag.

Hallgrímur meiddist eftir tæklingu Sólons Breka Leifssonar, leikmanns Leiknis Reykjavíkur, í leik liðanna í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar á Greifavellinum í síðustu viku.

Varnarmaðurinn sterki undirgekkst aðgerð vegna meiðsla sinna fyrr í þessari viku en hann stefnir að því að því að snúa til baka á knattspyrnuvöllinn á næsta keppnistímabili.

„Ég var í aðgerð í gær þar sem stór hluti liðþófans í hnénu var fjar­lægður en nú tek­ur við bið og langt bata­ferli. Ég get ekki farið í kross­bandsaðgerðina fyrr en í ág­úst því fyrst þarf ég að jafna mig eft­ir brotið, ná aft­ur rétt­unni á hnéð og styrkja mig aðeins, ann­ars gæti ég lent í vand­ræðum í end­ur­hæf­ing­unni,“ segir Hall­grím­ur í samtali við mbl.is um stöðu mála hjá sér.