Fótbolti

Fót­boltinn mögu­lega á leiðinni heim á enska grundu

Gareth Southgate, þjálfari enska liðsins. NordicPhotos/Getty

Enska knattspyrnusamfélagið verður ekki starfhæft í dag og allra augu verða á leikmönnum enska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem mætir Króatíu í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í kvöld. Margir fylgismenn enska liðsins telja að fótboltinn sé að koma heim eins og þeir segja eftir 52 ára veru hér og þar um heimsálfurnar.

England varð síðast heimsmeistari árið 1966 og fór síðast í undanúrslit á Ítalíu árið 1990 þegar Þjóðverjar slógu þá úr leik í vítaspyrnukeppni. Englendingar leystu sig raunar úr álögum vítaspyrnukeppna á heimsmeistaramótum þegar liðið hafði betur gegn Kólumbíu í vítaspyrnukeppni í 16 liða úrslitum mótsins. Það var fyrsti sigur liðsins í vítaspyrnukeppni á heimsmeistaramóti eftir að hafa þrisvar sinnum verið slegið út á þann hátt.

Króatía náði hins vegar sínum besta árangri á heimsmeistaramóti í Frakklandi árið 1998 þegar liðið hreppti bronsverðlaun. Margir telja að þetta sé síðasti möguleiki fyrir Luka Modric, lykilleikmann liðsins, til þess að lyfta heimsmeistarabikarnum. Modric, sem er 32 ára, gæti þó hæglega spilað til fertugs í hæsta gæðaflokki, slíkur er leikskilningur hans og færni með boltann.

England hefur mikið reitt sig á mörk úr föstum leikatriðum og er Harry Kane markahæsti leikmaður mótsins með sex af ellefu mörkum enska liðsins á mótinu til þessa.

Króatar hafa hins vegar dreift mörkunum sínum tíu meira á milli sín og er Luka Modric markahæsti leikmaður liðsins á mótinu með tvö mörk.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Sigur gæti skipt máli fyrir næstu undankeppni

Fótbolti

„Gaman að verða meistari áður en ég fer“

Fótbolti

„Þarf að líta í kringum mig ef ekkert breytist"

Auglýsing

Nýjast

Tveir leikmenn Þórs/KA æfa með Leverkusen

Leikmaður í efstu deild féll á lyfjaprófi

Fyrrverandi leikmaður Boston fyllir skarð Martins

Gazza kærður fyrir kynferðislega áreitni

Aron skoraði eitt af mörkum umferðarinnar - myndband

LeBron með 51 stig gegn gamla liðinu

Auglýsing