Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari er mætt til Englands að styðja við bakið á Stelpunum okkar. Hún verður viðstödd leikinn í dag áður en hún heldur á Gothia Cup.

Kolbrún ræddi stuttlega við Fréttablaðið á stuðningsmannasvæðinu (e. fan-zone) í Manchester.

„Við erum búin að sjá tvo leiki og förum á leikinn í dag. Svo erum við að drífa okkur yfir til Svíþjóðar á Gothia Cup. Þetta er sannkallað fótboltasumar hjá mér,“ segir hún og skellir upp úr.

Hún bætti við að hún væri ánægð að sjá stemminguna á stuðningsmannasvæðinu og að hún væri bjartsýn fyrir leik dagsins.