Jóhann Már Helgason, sparkspekingur og viðskiptafræðingur, er gestur í sjónvarpsþætti 433.is á Hringbraut í kvöld.

Þar verður áhersla lögð á fjármálahlið fótboltans.

Málefni Chelsea og Juventus hafa verið mikið í umræðunni undanfarið og eru þau tækluð í þættinum.

Þá verður einnig fjallað um þá peningamaskínu sem enska úrvalsdeildin er og yfirburðina sem hún hefur yfir aðrar deildir heimsins.

Ekki missa af þætti kvöldsins á Hringbraut klukkan 20.