Hópur öku­manna í For­múlu 1 þar með talinn Max Ver­stappen, ríkjandi heims­meistari og Charles Leclerc einn af efstu öku­mönnum í stiga­keppninni hafa fengið refsingar eftir að hafa látið endur­nýja hluta véla sinna fyrir kapp­akstur helgarinnar sem fer fram á Spa Franchorchamps í Belgíu og munu því ræsa aftastir.

Alls telur hópur þeirra öku­manna sem fá refsinguna eftir breytingarnar sex manns en auk Ver­stappen og Leclerc eru það þeir Lando Norris öku­maður McLaren, Esteban Ocon öku­maður Alpine, Mick Schumacher öku­maður Haas og Valtteri Bottas öku­maður Alfa Romeo sem hefur verið refsað.

Allt eru þetta mis­munandi breytingar sem hafa verið gerðar en öku­mennirnir hafa á­kveðið, í sam­ráði við sín lið að gera þessar breytingar fyrir keppni helgarinnar í Belgíu sem er oftar en ekki góð braut til þess að taka fram ­úr á. Þeir munu mæta til leiks með nýja hluta í keppnina.

Fyrir keppni helgarinnar er það Max Ver­stappen sem leiðir stiga­keppni öku­manna með góðri for­ystu og 258 stigum. Charles Leclerc, öku­maður Ferrari kemur á eftir honum í 2. sæti með 178 stig og þarf að fara minnka bilið strax ætli hann sér að eiga mögu­leika á heims­meistara­titlinum.

Þetta setur því upp á­huga­verða stöðu fyrir keppni helgarinnar þar sem þessir fremstu menn munu hefja leik aftast á rás­röðinni