Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Liverpool hafa brugðist við þeim orðum sem Joe Anderson, borgarstjóri Liverpool-borgar lét hafa eftir sér í enskum fjölmiðlum í dag.

Þar greindi Anderson frá áhyggjum sínum af því að keppni hæfist á nýjan leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla. Hugmyndir eru uppi um klára síðustu umferðir deildarinnar sem er í hléi þessa stundina vegna kórónaveirufaraldursins fyrir luktum dyrum.

Anderson sagði hins vegar í viðtali sem birtist í dag að hann óttaðist að stuðningsmenn Liverpool myndu koma saman fyrir utan Anfield og skapa smithættu með hópmyndun sinni.

Knattspyrnufélagið Liverpool sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis í dag þar sem lýst er yfir vonbrigðum með þessi orð Anderson. Þar segir að fullyrðing borgarstjórans sé ekki á rökum reist.

Enn fremur minna forráðamenn Liverpool borgarstjórann á að sammælst hafi verið um það billi knattspyrnufélagsins og borgaryfirvalda að vinna saman í málinu og leita leiða til þess að finna lausnir í málinu sem henta öllum í samfélaginu í sameiningu.

Því skjóta það skökku við að Anderson sé að bregða fæti fyrir knattspyrnufélaginu í baráttu þeirra um að finna farsæla lausn á þeim vanda sem að steðjar vegna faraldursins með þessum hætti.