Raheem Sterling leikmaður Manchester City er í viðtali við AS íþróttablaðið sem gefið er út á Spáni. Þar er hann á forsíðunni með annars vegar Real Madrid treyju og Manchester City treyju hins vegar. Fyrirsögnin er að sigrar Zidane eru ekki byggðir á heppni heldur formúlu. 

Eðlilega er búið að orða kappann við risann frá Madrídarborg í kjölfarið en hann talar vel um félagið sem hann mætir í næstu viku í Meistaradeildinni. City var nýlega dæmt í tveggja ára bann frá þáttöku í Meistaradeildinni og spurningar hafa vaknað um hollustu leikmanna í kjölfarið. 

Sterling segir í viðtalinu vera leikmaður City en horfi lotningaraugum til Madrídar og það viti enginn hvað framtíðin beri í skauti sér. „Ég er leikmaður sem er alltaf til í áskorun en eins og staðan er núna er ég leikmaður City og áskorun mín er þar. Ég er líka mjög ánægður hjá félaginu og virði minn samning. 

Real Madrid er frábært félag og þegar maður sér hvítu treyjuna þá veit maður nákvæmlega fyrir hún stendur fyrir.“

Nokkrir stuðningsmenn City, sófakarteflur á Twitter, hafa ekki tekið vel í orð Sterling í viðtalinu en þau orð hafa ekki unnið neinn lækleik þar á bæ.