Jean Todt, forseti Alþjóðaökuíþróttasambandsins (e. International Automobile Federation), segist ekki hafa tíma til að taka umræðuna um að fjarlægja „þokkadísirnar“ sem fylgdu gjarnan keppnum hjá samtökunum.

Eftir umræðu um þessar „þokkadísir“ í kringum keppnirnar var ákveðið að hætta að kalla þær til, þess í stað að leyfa ungum krökkum að vera á myndunum með sigurvegurum hvers kappaksturs.

Todt sem er á þriðja kjörtímabili sínu sem forseti samtakanna sagðist ekki hafa tíma til að svara fyrir um spurningar sem slíkar er þetta var borið undir hann.

„Öll umræða um að þetta sé vandamál er heimskuleg, ég hef margt annað betra við tímann minn að gera en að tala um þessar „þokkadísir“. Mér þykir leiðinlegt hversu mikið er búið að tala um þetta kjaftæði.“