Í gær fór fram fyrsti leikurinn í ensku úr­vals­deildinni. Þar áttust við Brent­ford og Arsenal og lauk leiknum 2-0, Brent­ford í vil. Liðið hefur ekki leikið í efstu deild í 74 ár.

Paul Kagame, for­seti Rúanda, er harður stuðnings­maður Arsenal og er Rúanda einn styrktar­aðila liðsins. Hann, líkt og fleiri stuðnings­menn, voru að vonum ó­sáttir í leiks­lok.

For­setinn hjólaði í liðið á Twitter. Hann sagði að ekki mætti af­saka tapið eða sætta sig við meðal­mennsku. Liðið eigi að vera byggt upp til að vinna.