Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Menningar- og viðskiptaráðherra snæddu hádegisverð með íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu í dag þar sem liðið er nú statt á Englandi vegna Evrópumótsins í knattspyrnu.

Frá þessu greinir Knattspyrnusamband Íslands í færslu á samfélagsmiðlum en Stelpurnar okkar leika sinn annan leik á mótinu á morgun gegn Ítalíu.

,,Fengum sérstaka gesti í heimsókn í dag. Forseti Íslands og menningar- og viðskiptamálaráðherra snæddu hádegisverð með liðinu," segir meðal annars í færslu KSÍ.

Þá greinir sambandið einnig frá því að Guðni og Lilja verði á meðal áhorfenda á leik íslenska landsliðsins gegn Ítalíu á morgun.