Lárus L. Blön­dal for­seti Í­þrótta­sam­band Ís­lands segir að reglur skorti um hvernig eigi að til­kynna kyn­bundið eða kyn­ferðis­legt of­beldi innan í­þrótta­hreyfingarinnar sem og víðar.

„Við erum með vinnu­hóp í gangi í ÍSÍ til að skoða hve­nær er rétt að bregðast við,“ segir Lárus í við­tali í Frétta­vaktinni í kvöld.

„Er nægi­legt að komi upp trú­verðug á­sökun, þarf að liggja fyrir á­kæra, þarf að liggja fyrir dómur? Þetta eru menn mjög ó­sam­mála um og er eitt­hvað sem við, og allir aðrir í sam­fé­laginu sem þurfa að tækla svona mál, þurfa að átta sig á. Með hvaða hætti eigi að bregðast við,“ segir Lárus.

Lárus segir ekki vera um hvít­þvott að ræða í skýrslu ÍSÍ um við­brögð KSÍ sem kynnt var í gær. Hann telur já­kvætt að skýrslan hafi verið gerð þar sem hún sýni hver staðan sé og hefur verið innan sam­bandsins.

„Ég tel allar líkur á því að nefndin hafi tekist að grafa eins djúpt eftir upp­lýsingum eins og mögu­legt var,“ segir Lárus. „Hins vegar er alveg ljóst að, ekki bara hjá KSÍ og ekki bara hjá í­þrótta­hreyfingunni heldur örugg­lega miklu víðar í at­vinnu­lífinu, þá vantar þessar reglur um hvernig á að til­kynna og hvert á að til­kynna ef svona at­vik koma upp og hvernig á að bregðast við því.“

Margir geti lært af skýrslunni

Mikið hefur verið talað um kyn­ferðis­brot innan KSÍ undan­farið og ein­hverjir haldið fram að þar grasseri nauðgunar­menning og þöggunar­menning. „Niður­staða skýrslunnar er sú að þeir finna ekki merki þess að eitt­hvað slíkt sé í gangi um­fram það sem gerist í sam­fé­laginu öllu,“ segir Lárus.

Út­tektar­nefnd ÍSÍ komst að þeirri niður­stöðu að vit­neskja hafi verið innan KSÍ um alls fjórar frá­sagnir um að leik­menn eða aðrir sem hafa starfað fyrir sam­bandið hafi beitt kyn­bundnu eða kyn­ferðis­legu of­beldi á árunum 2010-2021.

Af þeim fjórum málum telur nefndin að brugðist hafi verið við þremur með eðli­legum hætti en það fjórða, sem kom upp í sumar, hafi ekki verið komið í neinn far­veg í ágúst á þessu ári.

Mál Kol­beins Sig­þórs­sonar sem mikið hefur verið rætt um undan­farna mánuði var, að mati nefndarinnar, af­greitt með full­nægjandi hætti. Hin tvö málin sem voru af­greidd tengdust ekki leik­mönnum heldur aðilum sem unnu fyrir KSÍ.

„Annar þeirra var dómari og hann var látinn hætta störfum þegar það kom upp að hann hafi fengið á sig dóm. Síðan var annar sem var ekki ráðinn í frekari vinnu hjá KSÍ,“ segir Lárus.

Lárus segir skýrsluna gefa á­huga­verðar og mikil­vægar upp­lýsingar. „Ég held að það geti margir lært mikið af því að lesa þessa skýrslu því það er ekki bara verið að rekja þessa at­burði heldur er líka verið að fjalla um alls­konar sjónar­mið sem eiga við í þessu mál­efni,“ segir Lárus.