Gianni Infantino, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA) lýsti þeirri skoðun sinni á blaðamannafundi í morgun að Heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer fram í Katar þessa dagana sé besta HM sögunnar.
Á blaðamannafundinum lýsti Infantino yfir ánægju FIFA með hvern til hafi tekist en sú staðreynd að HM fer fram í Katar var harðlega gagnrýnd fyrir mót sökum bágrar stöðu mannréttinda í ríkinu sem og slæman aðbúnað farandverkamanna.
,,Þökk sé öllum sem tóku þátt í þessu er þetta besta Heimsmeistaramót sögunnar," sagði Infantino á blaðamannafundinum.
Þá greindi hann frá því að rúmar 3,2 milljónir einstaklinga hefðu sótt leiki mótsins til þessa en sjálfur úrslitaleikurinn milli Argentínu og Frakklands fer fram á sunnudaginn næstkomandi.
Hann hrósaði þeirri góðu stemningu sem hefur verið á mótum leiksins og snerti sérstaklega á frammistöðu Marokkó á mótinu en landslið Marokkó er fyrsta landsliðið frá Afríku til þess að komast alla leið í undanúrslit mótsins.
,,Þetta mót hefur notið mikillar velgengni og nú nálgumst við 5 milljarða í áhorfstölum."