Gianni Infantino, for­seti Al­þjóða knatt­spyrnu­sam­bandsins (FIFA) lýsti þeirri skoðun sinni á blaða­manna­fundi í morgun að Heims­meistara­mótið í knatt­spyrnu sem fer fram í Katar þessa dagana sé besta HM sögunnar.

Á blaða­manna­fundinum lýsti Infantino yfir á­nægju FIFA með hvern til hafi tekist en sú stað­reynd að HM fer fram í Katar var harð­lega gagn­rýnd fyrir mót sökum bágrar stöðu mann­réttinda í ríkinu sem og slæman að­búnað farand­verka­manna.

,,Þökk sé öllum sem tóku þátt í þessu er þetta besta Heims­meistara­mót sögunnar," sagði Infantino á blaða­manna­fundinum.

Þá greindi hann frá því að rúmar 3,2 milljónir ein­stak­linga hefðu sótt leiki mótsins til þessa en sjálfur úr­slita­leikurinn milli Argentínu og Frakk­lands fer fram á sunnu­daginn næst­komandi.

Hann hrósaði þeirri góðu stemningu sem hefur verið á mótum leiksins og snerti sér­stak­lega á frammi­stöðu Marokkó á mótinu en lands­lið Marokkó er fyrsta lands­liðið frá Afríku til þess að komast alla leið í undan­úr­slit mótsins.

,,Þetta mót hefur notið mikillar vel­gengni og nú nálgumst við 5 milljarða í á­horfs­tölum."