Sport

Forseti FIFA sáttur með frumraun VAR í Rússlandi

​Gianni Infantino, forseti FIFA, er afar sáttur með hvernig gengið hefur að nota myndbandsdómgæslu (e. VAR) á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi og telur að tæknin sé komin til að vera.

Það fór vel á meðan Guðna Bergssyni og Infantino á meðan leik Íslands og Argentínu stóð. Fréttablaðið/Getty

Gianni Infantino, forseti FIFA, er afar sáttur með hvernig gengið hefur að nota myndbandsdómgæslu (e. VAR) á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi og telur að tæknin sé komin til að vera.

Infantino sat fyrir spurningum fjölmiðlamanna í Moskvu í aðdraganda úrslitaleiksins um helgina þar sem hann sagði að þetta væri besta HM frá upphafi.

Minntist hann á að fólk hefði óttast hvaða áhrif myndbandsdómgæsla myndi hafa á leikina en hann á von á því að það verði aldrei aftur rangstöðumark sem standi ef myndbandsdómgæslan er fyrir hendi.

„Þetta er framför frá fyrri mótum, það er ekki verið að breyta knattspyrnu heldur bæta hana með því að aðstoða dómara við að taka rétta ákvörðun. Það er erfitt að sjá fyrir sér HM án myndbandsdómgæslu héðan í frá.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Fundarhöld um framtíð Sarri

Fótbolti

Kristján Flóki fer ekki til Póllands

Körfubolti

Martin: Hlynur er eins og jarðýta

Auglýsing

Nýjast

„Okkar að stíga upp þegar þessir tveir meistarar hætta“

Ragnarök í Víkinni á laugardaginn

Guðmundur gerði gott mót á Spáni

Mörkin úr sigri Íslands gegn Írlandi - myndskeið

Þróttur búinn að ráða þjálfara

Þrjár reyna við heimsleikana

Auglýsing