HM 2018 í Rússlandi

Forseti FIFA sáttur með frumraun VAR í Rússlandi

​Gianni Infantino, forseti FIFA, er afar sáttur með hvernig gengið hefur að nota myndbandsdómgæslu (e. VAR) á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi og telur að tæknin sé komin til að vera.

Það fór vel á meðan Guðna Bergssyni og Infantino á meðan leik Íslands og Argentínu stóð. Fréttablaðið/Getty

Gianni Infantino, forseti FIFA, er afar sáttur með hvernig gengið hefur að nota myndbandsdómgæslu (e. VAR) á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi og telur að tæknin sé komin til að vera.

Infantino sat fyrir spurningum fjölmiðlamanna í Moskvu í aðdraganda úrslitaleiksins um helgina þar sem hann sagði að þetta væri besta HM frá upphafi.

Minntist hann á að fólk hefði óttast hvaða áhrif myndbandsdómgæsla myndi hafa á leikina en hann á von á því að það verði aldrei aftur rangstöðumark sem standi ef myndbandsdómgæslan er fyrir hendi.

„Þetta er framför frá fyrri mótum, það er ekki verið að breyta knattspyrnu heldur bæta hana með því að aðstoða dómara við að taka rétta ákvörðun. Það er erfitt að sjá fyrir sér HM án myndbandsdómgæslu héðan í frá.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

Sjáðu móttökurnar sem Frakkar fengu

HM 2018 í Rússlandi

Lovren: Frakkar spiluðu ekki fótbolta

HM 2018 í Rússlandi

Tóku Macron í dab-kennslu­stund í klefa eftir leik

Auglýsing

Nýjast

Íslenski boltinn

Hafnaði liðum í Svíþjóð en ætlar út eftir áramót

Íslenski boltinn

Dagný búin að semja við Selfoss

Íslenski boltinn

Aukaspyrna Olivers tryggði Blikum stigin þrjú

Íslenski boltinn

KR unnið Fylki í níu leikjum í röð

Golf

Fjórir íslenskir kylfingar á EM

Fótbolti

Ronaldo: Flestir leikmenn á mínum aldri fara til Katar eða Kína

Auglýsing