Mohammed Ben Sula­yem, for­seti Al­þjóða akstur­s­í­þrótta­sam­bandsins (FIA) mun hætta dag­legum af­skiptum af móta­röð sam­bandsins, For­múlu 1. Frá þessu var greint fyrr í dag og er á­kvörðun Mohammed talin litast af ýmsum erfiðum málum sem hann hefur tengst undan­farið.

Hann mun samt sem áður sitja á­fram í em­bætti for­seta FIA sem hann var kosinn í undir lok ársins 2021.

Mohammed greindi liðunum sem standa að For­múlu 1 frá á­kvörðun sinni á mánu­daginn síðast­liðinn, það mun falla í skaut FIA stjórnandans Nikolas Tom­bazis að taka við þeim hlut­verkum sem Mohammed hafð á sinni könnu í For­múlu 1.

Þrátt fyrir þessar vendingar mun Mohammed enn hafa eitt­hvað að segja um For­múlu 1 og mun hann taka þátt í á­kvörðunum á hæsta stigi er koma að móta­röðinni.