Emil Forsberg tryggði Svíum 1-0 sigur þegar liðið mætti Slóvökum í annarri umferð í E-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu karla í Pétursborg í Rússlandi í dag

Sigurmarkið kom á 77. mínútu leiksins en Forsberg skoraði þá af öryggi úr vítaspyrnu sem dæmd var á Martin Dubravka, markvörð Slóvaka fyrir að fella Robin Quaison, sóknarmann Svía.

Quaison hafði nýverið komið inná sem varamaður þegar hann nældi í vítaspyrnuna.

Svíar hafa fjögur stig á toppi riðilsins eftir þennan sigur en Slóvakar og Spánverjar hafa þrjú stig hvort lið. Spánn, sem hefur eitt stig, leikur við Pólland, sem er án stiga, í seinni annarrar umferðar riðilsins klukkan 16.00 í dag.

Í lokaumferðinni eigast svo við Svíþjóð og Pólland annars vegar og Slóvakía og Spánn hins vegar.