Skysports greinir frá því í morgunsárið að Eric Abidal yfirmaður knattspyrnusmála hjá Barcelona og Javier Bordas stjórnarmaður hjá félaginu hafi ferðast til Frakklands í dag til þess að ræða við kollega sína hjá PSG um kaup á Brasilíumanninum Neyma.

Nokkuð ljóst er að hinn 27 ára gamli framherji er á leið frá PSG áður en lokað verður fyrir félagaskipti á meginlandi Evrópu um miðjan september næstkomandi.

Talið er að PSG vilji fá eitthvað nálægt þeim 200 milljón pundum en það var kaupverðið þegar franska félagið keypti Neymar frá Barcelona árið 2017. Neymer er dýrasti leikmaður heims eins og sakir standa.

Real Madrid er sömuleiðis áhugasamt um að festa kaup á Neymar en þeir vilja setja Kolumbíumanninn James Rodriguez í skiptum fyrir Brassann auk þess að greiða eitthvað á milli.