Forráðamaður knattspyrnuliðs Víkings Ólafsvíkur hefur verið dæmdur í sex mánaða bann frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu eftir að hann falsaði upplýsingar á leikskýrslu í leik ÍR og Víkings Ólafsvíkur í Lengjubikarnum í mars síðastliðnum.

ÍR-ingum grunaði að Víkingar hefðu telft fram ólöglegum leikmanni í viðureign liðanna og sá grunur reyndist á rökum reistur. Málið var tekið fyrir á fundi aganefndar KSÍ og óumdeilt var að mati nefndarinnar að sá leikmaður sem tók þátt í umræddum leik fyrir hönd Víkings Ó. var ekki hlutgengur til þátttöku í þeim leik.

Viðurlög KSÍ eru skýr í þessum efnum og því hafa Víkingar verið sektaðir um 60 þúsund krónur og einnig dæmdur 3-0 ósigur í viðureign sinni við ÍR.

Enn fremur var óumdeilt að mati aganefndarinnar að umræddur leikmaður Víkings Ólafsvíkur var ekki skráður á leikskýrslu en lék hins vegar í keppnisbúningi númer .11 en annað nafn var skráð á leikskýrslu með það númer þrátt fyrir að spila ekki í umræddum leik.

Það er því ljóst að mati nefndarinnar að um hafi verið að ræða fölsun á leikskýrslu af hálfu Víkings Ólafsvíkur og því hefur forráðamaður liðsins á leiknum verið dæmdur í sex mánaða bann frá stjórnunarstörfum í knattsyrnu og þá fékk félagið einnig 100 þúsund króna sekt fyrir fölsunina.