Fótbolti

Forráðamenn PSG óánægðir með Real Madrid

PSG ræddi við forráðamenn Real Madrid enda ósáttir við Madrídinga fyrir að ræða möguleikann á félagsskiptum Neymar yfir til Spánar án þess að hafa fengið til þess leyfi frá franska félaginu.

Al-Khelaifi ásamt Gigi Buffon þegar Buffon var kynntur hjá franska félaginu. Fréttablaðið/Getty

Forráðamenn PSG eru ósáttir með stöðugar sögusagnir um að Neymar yfirgefi félagið til Real Madrid og ræddu við forráðamenn spænska félagsins um að stöðva orðrómana.

Neymar hefur verið orðaður við Madrídinga undanfarna mánuði og neyddist Real Madrid til að senda frá sér opinbera tilkynningu um að ekkert væri til í sögusögnunum.

Hafa spænsku félögin notast við þá aðferð um árabil að notast við fjölmiðla til að pressa á félögin að selja leikmenn sína og talað við leikmenn þrátt fyrir að hafa ekki fengið leyfi til þess.

 PSG-menn geta þó lítið sagt eftir að hafa rætt við umboðsmenn Neymar án þess að fá til þess leyfi frá Barcelona á sínum tíma.

„Okkur líkar ekki þessar sögusagnir og við höfum rætt við Real Madrid, það er ekki rétt að önnur félög séu að ræða um okkar leikmann. Þeir segjast virða PSG og vonandi standa þeir við það sem þeir lofuðu,“ sagði Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Fótbolti

Elías Rafn etur kappi við Man.Utd

Fótbolti

„Ronaldo á bara þrjá Evróputitla“

Auglýsing

Nýjast

Crystal Palace komst upp í miðja deild

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Úrslit úr Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Auglýsing