Kynþáttafordómar stuðningsmanna búlgarska karlalandsliðsins í knattspyrnu í leik liðsins á móti Englandi í undankeppni EM 2020 í Sofíu í gærkvöldi hafa dregið dilk á eftir sér.

Borislav Mihaylov formaður knattspyrnusambands Búlgaríu hefur látið af embætti sínu en Boyko Borissov, forsætisráðherra Búlgaríu hafði farið þess á leit við Krasen Kralev, íþróttamálaráðherra landsins, að hann krefðist afsagnar formannsins.

Forsætisráðherran hafði hótað því að draga til baka alla ríkisstyrki og slíta öll samskipti ríkisstjórnarinnar við knattspyrnusambandið ef formaðurinn myndi ekki verða við kröfum sínum.

Nú er spurningin hvaða afleiðingar háttsemi stuðningsmannanna hafa hjá UEFA sem getur sekt, kvöð um að leika einn eða fleiri leiki bakvið luktar dyr, heimaleikjabanni, frádrætti á stigum og brottvísun úr keppninni.